27. mars 2023

Útikennsla

Nemendur í 1. og 2. bekk eru í útikennslu á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum, kennari þeirra í þessum kennslustundum er Harpa Rún og það er gaman að sjá hversu fjölbreytt viðfangsefni nemendur eru að fást við. Í útikennslu fá nemendur tækifæri til að nýta öll skynfæri með því að tengja viðfangsefni ýmsum þáttum námssviða og námsgreina samhliða hreyfiþjálfun. Nemendur eru sjálfir mjög ánægðir með þessa tíma og láta veðurfarið ekki á sig fá enda alltaf hægt að klæða það af sér. Eins og sjá má á þessum myndum hafa þau lagt áherslu á að týna ruslið í nærumhverfi sínu en auk þess hafa þau unnið að lestrar – og stærðfræði verkefnum.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR