25. apríl 2023

Fréttir úr dagskóla

Við í Dagskólanum höfum verið að brasa hitt og þetta síðan um áramótin og fannst upplagt að senda frá okkur sumarpóst. Meðal annars höfum við spilað skotbolta, fótbolta og aðra leiki bæði inni og úti sem hefur vakið mikla lukku. Annars höfum við einnig föndrað ýmislegt, í síðustu viku föndruðum við til dæmis báta sem að við skreyttum og reyndum svo að sigla á Steinslæk en komumst fljótt að því að við þyrftum eitthvað betra byggingarefni þar sem þeir sukku flestir.
Við höfum einnig séð nokkrar bíómyndir og spilað mikið, ásamt því að leika búðarleik, með playmo eða plúskubba. Stundum höfum við einnig verið með slökun í boði sem hefur verið mjög vinsælt. Hlusta á sögu eða rólega tónlist og slaka á. Þetta var allt meðan að veðrið var okkur ekki í hag en nú sjáum við fram á bjartari tíma og erum búin að sóla okkur mikið síðustu vikur.

5.-.6. bekkur kemur til okkar alla þriðjudaga í valtíma sínum og vinna með okkur, þau hafa skýr verkefni og vinna út frá þein verklýsingum. Einnig er Anna Ísey úr 9. bekk til okkar á fimmtudögum í Dagskólaval.


Fyrir hönd starfsmanna í Dagskóla
Dagný Rós Stefánsdóttir
Umsjónarmaður

Hér má sjá myndir frá starfinu okkar að undanförnu

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR