18. apríl, 2023

Undankeppni fyrir upplestrarkeppnina

Í dag kepptu nemendur í 7. bekk um að fá að keppna á Upplestrarkeppninni sem haldin verður í Brúarlundi þann 27. apríl af Laugalandsskóla. Keppendur koma frá Hellu, Hvolsvelli, Vestmannaeyjum og Vík og auðvitað frá Laugalandsskóla. Kirkjubæjarklaustur verður ekki með að þessu sinni.
Það voru þau Sóldís Lilja og Örvar Elí sem voru hlutskörpust.
Víkingur Almar fer með sem varamaður í keppninni.


Dómnefnd sem var skipuð þeim Erlu Berglindi og Fjólu Blandon stóð frammi fyrir vanda þegar kom að því að velja sigurvegara því krakkarnir stóðu sig öll afar vel.
Við óskum þeim til hamingju með árangurinn!

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR