Lið Laugalandsskóla keppti í gær fimmtudaginn 4. maí í undankeppni Skólahreystis. Keppt var í upphífingum, dýfum, armbeygjum, hreystigreyp og hraðabraut. Keppendur voru þau Vikar Reyr Víðisson, Esja Sigríður Nönnudóttir, Thelma Lind Árnadóttir og Grétar Steinn A. Hjaltested ásamt varamönnunum Sæmundi Inga Jónssyni og Berglindi Maríu Magnúsdóttur. Að baki liggur mikil vinna og þessi hópur á mikið hrós skilið fyrir sína framistöðu bæði á æfingum og í keppninni sjálfri. Við erum gríðarlega stolt af þessum krökkum en þau hafa sýnt mikla seiglu, kjark og metnað í gegn um ferlið. Vert er að minnast á stuðningsmannaliðið sem mikið fór fyrir en það var gríðarlega góð stemmning í stúkunni og mikið lagt í búninga og spjöld. Þó við værum fámenn miðað við aðra skóla gáfu stuðningsmenn ekkert eftir og hvöttu sitt fólk áfram. Við mætum svo aftur sterk að ári.