12. maí 2023

Upplestrarkeppni

Upplestrarkeppni skólanna í Rangárþingi, Vestur-Skaftafellssýslu og Vestmannaeyjum fór fram að Brúarlundi í gær. Þar öttu kappi þeir nemendur sem efstir stóðu í bekkjarkeppni í hverjum skóla fyrir sig. Skólarnir á þessu svæði skiptast á að halda keppnina og var það Laugalandsskóli sem stóð að keppninni þetta árið.

Sóldís Lilja Sveinbjörnsdóttir okkar varð í 3. sæti. Unnur Kristín Sigurðardóttir varð í 2. sæti og Úlfhildur Vaka Pétursdóttir í því fyrsta en báðar koma þær úr Hvolsskóla.

Fjóla Blandon var kynnir og hefur séð um að þjálfa krakkana okkar.
Þau Magnús Halldórsson, Guðjón Ragnar Jónasson og Agnes Fríða Þórðardóttir sáu um dómgæslu og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Þetta var flottur hópur lesara og börnin stóðu sig öll gífurlega vel – við óskum sigurvegurum innilega til hamingju


Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR