14. júní 2023

Sumarkveðja

Miðvikudaginn 31. maí voru haldin skólaslit í Laugalandsskóla.
Allir nemendur skólans ásamt foreldrum og öðrum  aðstandendum komu þá saman í íþróttasal skólans kl. 17:30. Athöfnin hófst á ræðu skólastjóra Yngva Karli Jónssyni sem fór yfir það helsta úr starfi skólans á liðnu skólaári. Þá voru þeir starfsmenn sem hætta störfum kvaddir og þeim þakka fyrir þeirra framlag til menntunar á nemendum skólans og þeir starfsmenn sem voru á staðnum fengu veglegan blómvönd. Síðan komu allir árgangar upp á svið og tóku á móti námsmati úr hendi umsjónarkennara síns. Nemendur 1. bekkjar afhentu síðan hverjum útskriftarnemanda eina rós og í kjölfarið hélt formaður nemendaráðs og útskriftarnemandi Örn Vikar Jónasson ræðu þar sem hann m.a. þakkaði öllum þeim kennurum sem höfðu komið að kennslu útskriftarhópsins í gegnum tíðina. 
 Eftir að skólastjóri hafði sagt skóla slitið fóru gestir í matsal þar sem boðið var upp á kaffi og ísblóm. 

Gleðilegt sumar og við sjáumst við skólasetningu þann 23. ágúst kl. 17:30 í íþróttasal skólans. 

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR