5. júní 2023

Útskriftarferð 10.bekkjar

Nemendur 10. bekkjar fóru í lok maí í útskriftaferð sína til Kaupmannahafnar ásamt Jónasi, Steinunni og Þorgils. Ferðin heppnaðist afskaplega vel enda var full dagskrá þessa vikuna. Krakkarnir heimsóttu allskyns dýr í dýragarðinum, kepptu um ökumeistaratitil í GoKart braut, nutu sín í Tívolígörðum og nýttu sér tækifærið til þess að versla.

Þess má einnig til gamans geta að Gabríel okkar Máni varð 16 ára í ferðinni og var hann vakinn með afmælissöng, gjöfum og tilheyrandi.

Takk fyrir frábæra ferð krakkar, hún gleymist seint.  

Allir spenntir fyrir flugtaki
Dýravinir Laugalandsskóla
Eitt sinn bóndi, ávalt bóndi
Mikilvægt að næra sig í búðarápi
Ökumeistarar ríkisins

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR