5. júní 2023

Vordagar

Seinustu dagana fyrir skólaslit var uppbrot á skólastarfi.
Eins og hefð er fyrir í Laugalandsskóla var Vordagur en þetta árið var hann með breyttu sniði. Við fengum nemendur leikskólans til okkar og keyrðum hópana eins og þeir mynu líta út næsta vetur. Þannig voru t.d nemendur í 4. bekk í hóp með 5. og 6. bekk eins og miðstig verður næsta vetur. Nemendur á elsta stigi tóku að sér þrif og tiltekt á sínum svæðum, ásamt íþróttahúsi og smíðastofu.
Nemendur á miðstigi hönnuðu drauma skólalóð og gerðu kynningu sem þau fluttu fyrir skólastjóra.
Nemendum á yngsta stigi var blandað í 4 hópa og við vorum með hringekjuform á þeirra verkefnum. Þau lærðu meðal annars um flokkum, hvernig endurnýta má plast, þau fóru í úti bingó og leiki.
Hér má sjá nokkrar skemmtilegar myndir ásamt myndbandi sem Marta Gunnars setti saman af útismiðju.

Mánudaginn 29. maí var haldin íþróttadagur fyrir nemendur í 5-10. bekk. Þar spreyttu nemendur sig á „Járnmanninum“ og tókust á við fjölbreyttar þrautir. Farið var í Capture the flag og endað var á blakkeppni þar sem nemendur í 9.-10. bekk tókust á við kennara og skemmst er frá því að segja að nemendur fóru með sigur af hólmi.... naumlega þó 😉

Hér eru myndir sem sýna frá þessum skemmtilega degi


Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR