1. september 2023

Dagskóli

Frístundastarf 1.-4. bekkjar Laugalandsskóla er starfrækt eftir kennslu á yngsta stigi og þar til skólabílar keyra heim og er kallað Dagskóli.  Dagný Rós Stefánsdóttir hefur yfirumsjón með dagskóla en auk hennar starfa þar Regula okkar og Kristinn Ásgeir. Í breytingum á húsnæði fékk Dagskólinn nýtt og stærra svæði til umráða og það kemur vel úr. Nú langar okkur að auka við þann leikefnivið sem börnin hafa úr að moða og leitum því til ykkar, velunnara skólans.
Óskað er eftir:

Barbie
Bratz
Babyborn eða aðrar dúkkur og föt
Pet shop
Barna eldhús, leirtau og aðföng
Litla bíla
Legó
Playmo
Allt í drullubú og leikföng til að leika með úti

Þessar myndir sýna brot af því starfi sem er á Dagskólatíma þar sem áhersla er lögð á frjálsan leik og eflingu félagslegra samskipta.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR