8. september 2023

Dagur læsis 8. september

í dag fögnum við degi læsis. Þetta er vissulega merkisdagur þar sem læsi er undirstaða alls náms.
Það hefur margt unnist á undanförnum árum í Laugalandsskóla þar sem lesfiminiðurstöður eru nær eða yfir landsmeðaltali eins og sjá má á þessari mynd.

Þetta eru góðar fréttir en ekki skulum við sofna á verðinum heldur halda áfram á þessari braut. Heimalestur er áfram jafn mikilvægur og við ætlum foreldrum að þjálfa lestur heima fyrir á meðan það er vissulega hlutverk skólans að kenna lestur og vinna með að lestrarkennslu nemenda á fjölbreyttan hátt.  Þarna er þó samstarf heimili og skóla mjög mikilvægt ef vel á að takast og við treystum á að það verði áframhaldi gott samstarf eins og hefur verið undanfarin ár.
Nú er ætlun okkar að leggja meiri áherslu á lesskilning næstu misseri og því mega foreldrar eiga von á því að fá æfingarefni heim í tengslum við það. Lesskilningur er jú óumdeilanlega hvað mikilvægasta færnin í flóknu ferli lestrarnáms í ljósi þess að nemendur þurfa að skilja inntak texta.
Lestrarfræðin reynst mörgum illskiljanleg og er það ekki óeðlilegt, því er það vilji okkar að kynna betur fyrir foreldrum ferlið sem lestrarnámið er og munum við birta fróðleiksmola um lestur og lestrarnám hér á heimasíðunni reglulega í vetur.
Til að byrja með er hér tengill sem vísar á skjal með fróðleik hvernig foreldrar geta stutt við lestrarnám barna á yngsta og miðstigi.
Eins og sjá má hér fyrir neðan voru kennarar mjög hugmyndaríkir og gáfu lestrinum mikið rými í kennslustundum dagsins.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR