8. nóvember, 2023

Dagur gegn einelti

Í dag 8. nóvember er dagur eineltis, markmið dagsins er m.a. að efna til umræðu, fræðslu og viðburða til að vinna gegn einelti, hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu. 
Við í Laugalandsskóla ætlum að leggja allan nóvember undir til að vinna með þessi markmið og gera fræðslu gegn samskipta vandamálum hátt undir höfði. Við munum birta hér fréttir af og til frá þeirri vinnu með nemendum.
Í tilefni dagsins birtum við hér endurútgefna aðgerðaráætlun gegn einelti og samskiptavanda sem starfsfólk hefur unnið að undanfarna daga.

Við hvetjum alla forráðamenn til að smella á þennan hnapp og kynna sér hana vel.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR