13. nóvember 2023

Dansvika 2023

Eins og hefð er fyrir var haldin dansvika dagana 8. - 10. nóvember. Þá kom Auður Haraldsdóttir til okkar í Laugalandsskóla og kenndi krökkunum nokkur dansspor. Krakkarnir lærðu hina ýmsu dansa sem koma til með að nýtast þeim þegar þeir mæta á þorrablót eða önnur veisluhöld í framtíðinni. Dansvikan heppnaðist með eindæmum vel og margir krakkar eru mjög taktfastir og liprir. Myndir frá dansviku má nálgast hér.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR