18. nóvember 2023

Foreldrafélag Laugalandsskóla

Það má með sanni segja að foreldrasamfélag Laugalandsskóla reynist okkur vel. Í dag komu þær Sigríður Þórðardóttir og Lára Ólafsdóttir færandi hendi og færðu skólanum veglega gjöf fyrir hönd foreldrafélagsins. Það var hún Anna Ísey Engilbertsdóttir varaformaður nemendaráðs sem tók á móti soundboxi, tveimur píluspjöldum og þythokkíborði sem ætlað er til notkunar í sameiginlegu nemendarými.
Þetta vakti mikla gleði hjá nemendum og við kunnum þeim bestu þakkir fyrir.
Hér má lesa nánar um foreldrafélag Laugalandsskóla og við bendum fólki á facebókarsíðu félagsins sem finna má hér.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR