2. nóvember 2023

Hryllileg hrekkjavaka

Það var eitt og annað hræðilegt sem mætti nemendum og starfsfólki Laugalandsskóla að morgni þriðjudagsins.
Allir skemmtu sér vel og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá voru nemendur ansi hugmyndaríkir í búningagerð og skreytingum. Mið og yngsta stig fóru til að mynda í hryllingsbingó og þurftu í kjölfarið að setja hendina ofan í fötu með hræðilegu innihaldi.

Nemendaráð stóð fyrir skemmtun/ balli fyrir miðstig þar sem dansinn var stiginn.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR