Hvernig get ég fylgst með því hvað barnið mitt er að gera á netinu?
Til eru margskonar lausnir og tól sem geta hjálpað foreldrum að fylgjast með netnotkun barna. Með þessum tólum er til dæmis hægt að setja hámark á tíma sem barnið getur verið í tækinu á sólarhring, fylgjast með því hvaða smáforrit barnið er að nota, læsa tækinu þannig að það sé óvirkt og margt fleira. Á vefnum notkun.net má sjá góða samantekt á nokkrum forritum í snjallsíma og spjladtölvur til að fylgjast með og takmarka aðgang barna á netinu. Einnig hafa Heimili og skóli í samstarfi við SAFT hafa gefið út bæklinginn Ung börn og snjalltæki – Grunnur að góðri byrjun þar sem má finna ýmis góð ráð fyrir unga notendur.
Leiðbeiningar um foreldraeftirlit fyrir ýmis tæki:
Apple tæki – Apple Screen Time
Android tæki – Google Family Link
Skjáviðmið
Börn í dag alast upp í umhverfi sem er hlaðið tækjum og með stöðugum tækninýjungum. Með skynsamri umgengni við þessi tæki geta þau verið hluti af góðu uppeldi. Fyrstu kynni barna af snjalltækjum ættu alltaf að fara fram undir handleiðslu foreldra, forsjáraðila og/eða annarra fullorðinna. Landlæknisembættið í samstarfi við samtakanna Heimili og skóli - SAFT hefur gefið út viðmið um skjánotkun fyrir þrjá aldurshópa sem við fögnum og við hvetjum ykkur til að kynna ykkur.
Það eru til svo margir leikir og forrit, hvernig á ég að geta vitað um hvað þetta snýst allt saman?
Til eru samtök sem heita Common Sense Media sem stuðla að því að bæta vitundarvakningu foreldra í sambandi við nútíma tækni. Á vefsíðu samtakanna er hægt að leita að smáforritum, Youtube rásum, kvikmyndum, bókum ásamt ýmsu öðru og fá þar góða samantekt.
Ábendingalína Barnaheilla
Á heimasíðu Barnaheillar er hægt að tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni á netinu sem varðar börn eða er beint gegn börnum og unglingum undir 18 ára aldri.