11. desember 2023

Hvolpar og krakkar í jólaskapi

Á föstudaginn komu til okkar afar krúttlegir labrador hvolpar sem Ragna á en vildi leyfa okkur að sjá. Það má með sanni segja að þeir vöktu mikla lukku, aðvitað hjá nemendum en líka hjá þeim fullorðnu.

Sama dag var jólapeysu dagur hjá okkur og nemendur og kennarar mættu vel skreytt og með jólaskapið í för. Nú fara Jólasveinarnir að mæta til byggða og von er á Stekkjastaur aðfaranótt 12. desember. Við gerum ráð fyrir því að Jólasveinarnir fylgist með þessar heimasíðu og biðlum til þeirra um að stilla skógjöfum í hóf og foreldra biðjum við um að koma í veg fyrir að gjafir þessar fari með börnunum í skólann.

4. bekkur í jólaskapi
2.-3. bekkur ákaflega prúð og falleg
Gleðin við völd í 1. bekk
5. bekkur og jólafjör

Annars er skemmtilegur vika fram undan hjá okkur, við vinnum jólatengd verkefni og svo verðum með Jólarí / föndursmiðjur á fimmtudaginn. Athugið að allir nemendur skera út laufabrauð á einni stöð og það er mikilvægt að senda þá með stamp undir brauðin sín.
Á föstudaginn mætum við í spariklædd og borðum jólamat í matsal. Þessi vika verður lituð af æfingum fyrir Jólasýninguna sem verður þriðjudaginn 19 desember kl 13:00 í matsal og við vonumst til að sjá sem flesta.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR