15. desember 2023

Jólakveðja frá nemendaráði

Við í nemendaráði Laugalandsskóla sjáum um skemmtanir á öllum stigum, við leggjum áherslu á skemmtun einu sinni í mánuði fyrir elsta stig og einu sinni á önn fyrir mið - og yngsta stig. Einnig pössum við upp á að nemendum skólans líði vel og tökum að okkur að koma skilaboðum frá nemendum áleiðis til stjórnenda.
Í nemendaráði sitja eftirfarandi nemendur: Anton Óskar Ólafsson, formaður, Anna Ísey Engilbertsdóttir, varaformaður. Elísabet Líf Sigvaldadóttir og Weronika, fulltrúar 9.bekkjar. Róbert Darri Edwardsson og Víkingur Almar Árnason, fulltrúar 8.bekkjar. 
Einnig sitja þau Esja Sigríður Nönnudóttir, Jökull Ernir Steinarsson og Viktor Logi Borgþórsson sem varamenn. 


Á haustönninni hefur verið busaball, þar sem tekið var fagnandi á móti nemendum 8.bekkjar inn á unglingastig. Við héldum Hrekkjavökukvöld þar sem við fórum í æsispennandi morðgátuleik. Einnig buðum við nemendum á miðstigi á skemmtilega Hrekkjavökuskemmtun þar sem var farið í leiki og kosið um flottasta búninginn. 
Nú stendur yfir leynivina vika og í dag héldum við jólaball fyrir yngsta stig þar sem jólasveinar komu og gáfu nemendum mandarínur.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR