1. desember 2023

Upp er runnin desember með öllu tilheyrandi!

Það er ljóst að nemendur eru tilbúin fyrir desember og öllu því skemmtilega sem aðventunni fylgir.

Við hittumst á sal í morgun og tókum þátt í að slá Íslandsmet í fjöldasöng í tilefni af degi Íslenskrar tónlistar. Afraksturinn má sjá hér að neðan:

Nemendur enduðu svo daginn á því að skreyta allar umsjónarstofur á meðan jólalögin ómuðu. Það var gaman að sjá hvað margir eru byrjaðir að klæðast jólapeysum og skreyta sig án þess að það hafi verið skipulagt sérstaklega.

Hér má sjá myndir


Hér að neðan má sjá dagskrá í desember. – linkur af þessu skjali verður einnig settur inn á facebook síðu skólans og við mælum með að þið prentið þetta út og hengið upp á ísskápinn til að allir séu meðvitaðir um hvað er fram undan hjá okkur í desember.

Við vonum að sem flestir komi á Jólabingó foreldrafélagsins sem haldið verður í íþróttahúsinu í kvöld kl 19:00

Að lokum deilum við myndbandi sem sýnir alla nemendur skólans taka undir í söng á Snjókorn falla

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR