8. desember 2023

Utis Online

Utis online er vel þekkt meðal alls áhugafólks um skólaþróunn. Um er að ræða menntaviðburð á netinu fyrir allt skólafólk sem byggir á stuttum innslögum sem nefnast Ferðalag um íslenskt skólakerfi. Fjallað verður um áhugaverðustu verkefnin í íslensku skólakerfinu þessa stundina í von um að gefa skólafólki innsýn inn í eitthvað áhugavert sem veitir þeim innblástur og þau geta tekið og þróað áfram hjá sér!
Auglýst var eftir tilnefningu um bestu skólaþróunarverkefnin á landinu á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Við í Laugalandsskóla státum af mörgum góðum kennurum og tveir þeirra þau Steinunn og Bæring hafa verið að þróa kynfræðsluverkefni sem þau nefna “Fræða - ekki hræða’ sem kom upp sem eitt af toppverkefnunum, en rúmlega 70 verkefni voru tilnefnd, en þetta verkefni var í topp 20 að mati dómnefndar.

Í dag var tökudagur og voru tekin upp nokkur myndbönd í kynfræðslutímanum í 8. og 9. bekk, viðtöl við Bæring og Steinunni ásamt viðtölum við formann og varaformann nemendaráðsins. Þessi viðurkenning er mikill heiður og við erum afskaplega stolt og þakklát fyrir hana, sem og flottu krakkana sem við eigum hér í skólanum. Við bíðum spennt eftir viðburðinum verður 20.-21. september.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR