18. janúar 2024

Í upphafi árs

Skólastarfið fer vel af stað á nýju ári, það er í nógu að snúast enn sem fyrr en við göngum bjartsýn og samhennt inn í nýtt ár.
Í vikunni voru þau Ingvar Sigurgeirsson og Lilja M. Jónsdóttir hjá okkur með skólaráðgjöf. Þau starfa við að leggja mat á skólastarfið og koma með ábendingar um það sem betur má fara. Við fögnum faglegri leiðsögn og það verður gaman að sjá hvað þau hafa fram að færa. Nemendur fengu eins og starfsfólk tækifæri til að láta rödd sína heyrast um styrkleika skólans sem og hvar sóknarfæri liggja.
Framundan er starf samkvæmt skóladagatali, þann 26. janúar er Bóndadagur og samkvæmt hefðinni blótum við Þorra og gerum okkur glaðan dag. Gaman væri að börnin myndu mæta í lopapeysum.
Það hefur verið glatt á hjalla í íþróttahúsinu í janúar þar sem hefur orðið til eins konar töfraheimur þar sem Viktor hefur verið að vinna með ledljós í tengslum við alla íþróttakennslu. Þar fara fram íþróttir, leikir og dans í myrkri, það verður að segjast sem er að krakkarnir eru heilluð og himinlifandi með þessa nýjung sem sjá má á meðfylgjandi myndum.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR