6. febrúar 2024

Fartölvuvagn

Tölvubúnaður skólans fékk uppfærslu nýlega en Laugalandsskóli festi kaup á 30 glæsilegum Lenovo fartölvum. Drjúgur hluti af þeim fór í svokallaðan tölvuvagn sem verður á unglingastigi. Þess má geta að þessi fíni fartölvuvagn er hugsaður til bráðabrigða þar sem við eigum von á alvöru græju. Sérhverjum nemanda í 8. - 10. bekk hefur verið úthlutað fartölvu sem hann getur nýtt sér í skólavinnu. Hinn hluti tölvanna fór inn í tölvustofu svo nú eru fleiri tölvur aðgengilegar í sérstökum upplýsingatæknitímum á yngsta- og miðstigi. Einnig er verið að bíða eftir sendingu af 10 nýjum spjaldtölvum sem voru keyptar inn á sama tíma.
Með þessu framtaki er vonast til að geta þjálfað nemendur enn betur í ritvinnslu, forritun og almennri tölvuvinnu sem mun nýtast þeim í framtíðinni. Nemendum eru sett skýr mörk varðandi notkun á þessum tölvum, þær eru ætlaðar til náms en ekki afþreyingar.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR