16. febrúar 2024

Öskudagur og eitt og annað

Þessi vika er á enda með öllu sínu, meðal annars gæddu nemendur sér á bollum á mánudag, átu á sig gat á þriðjudag og klæddu sig upp í gervi á miðvikudag. Starfsmenn létu sitt ekki eftir liggja eins og sjá má á þessum myndum.


Foreldrafélagið okkar stóð fyrir öskudagsskemmtunn á öskudaginn og nemendur slógu köttinn úr tunnunni eftir dans og almennt sprell, það voru allir sáttir með smá sælgæti í vasanum eftir þessa skemmtun en það verður að viðurkennast að þetta kann að hafa haft áhrif á matarlyst.
Veitt voru verðlaun fyrir besta búningin á yngsta, mið og elsta stigi og hér má sjá sigurvegara. Fleiri myndir má sjá HÉR

Við viljum minna á að mánudaginn 19. mars er starfsdagur og í kjölfarið viðtalsdagur þann 20. mars. Það er ansi margt á döfinni hjá okkur eins og kemur fram í foreldrapósti sem sendur var út í dag og við hvetjum foreldra til að fylgjast vel með.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR