18. apríl 2024

Dýrin í Hálsaskógi

Sæl verið þið

Það styttist í árshátíðina hjá okkur hér í Laugalandsskóla, mikið hefur verið lagt í þessa vinnu og nú er komið að því að uppskera. Leiklistarvalið hefur sett upp verkið Dýrin í Hálsaskógi undir leikstjórn Bærings Jóns Breiðfjörð. Fjölmargir starfsmenn hafa lagt hönd á plóg svo ekki sé minnst á þátt nemenda í allri þessari vinnu.
Generalprufa verður þann 23. Apríl, þá fá nemendur hafa sjálfir tækifæri til að horfa á sýninguna auk þess sem nemendum i leikskólanum er boðið.

Á árshátíðardaginn þann sjálfan 24. apríl munum við seinka upphafi skóla til kl 10:00 og koma skólabílar þar af leiðandi seinna að sækja nemendur, þetta verður langur dagur hjá okkur og því var ákveðið að fara þessa leið.
Kl 13:00 verður sýning fyrir nemendur Helluskóla en einnig fyrir félag eldri borgara og þá forráðamenn sem sjá sér alls ekki fært að mæta kl 17:00
Aðalsýningin verður síðan kl.17:00 fyrir foreldra og aðstandendur nemenda Laugalandsskóla.
Nemendur munu ekki fara heim á milli sýninga en boðið verður uppá pizzur og drykki á meðan nemendur safna kröftum.
Frítt er á sýninguna en 10. Bekkur verður með veitingasölu í íþróttasal. Athugið að ekki verður posi á staðnum og því mikilvægt að taka með sér pening en einnig verður hægt að millifæra á reikning 10. bekkjar.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR