3. apríl 2024

Lausar stöður til umsóknar fyrir skólaárið 2024-2025

Umsjónarkennarar í 100% stöðu
Íþróttakennari í 100% stöðu
Þroskaþjálfi, iðjuþjálfi eða kennara í 70-100% stöðu í stoðteymi skólans.

Viðkomandi þarf að vera skapandi í starfi og hafa áhuga á að þróa í samvinnu við starfsfólk framsækið og faglegt starf með áherslu á fjölbreyttar námsnálganir. Í Laugalandsskóla stunda um 100 nemendur nám. Einkunnarorð skólans eru samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi og lögð er áhersla á sjálfstæð og gagnrýnin vinnubrögð nemenda með sérstaka áherslu á félagsþroska í góðri samvinnu við foreldra.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Leyfisbréf kennara eða sambærileg menntun
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Góð íslenskukunnátta

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins og viðkomandi stéttarfélags. Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um.
Nánari upplýsingar veitir Jónas Bergmann Magnússon skólastjóri í síma 8699010.
Umsóknarfrestur er til og með 20. apríl og skal senda umsóknir ásamt starfsferilskrá í tölvupósti á netfang skólastjóra; jonas@laugaland.is

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR