13. apríl 2024

Söngstund á sal og árshátíðar undirbúningur

Við höfum áður sagt frá söngstundunum okkar sem Einar Guðmundsson stýrir styrkri hendi, að öllu jöfnu hafa þessar söngstundir verið í tvennu lagi, þ.e. yngsta stig hittist á sal á mánudagsmorgnum en mið- og elsta stig syngur saman á föstudagsmorgni.
Í gær ákvað Einar að leiða allan hópinn saman á sal og efndi til nokkurs konar keppni milli þessara tveggja hópa. Keppni er kannski orðum of aukið en markmiðið var að sjá hverjir tækju betur undir og beittu raddstyrk sínum. Óhjákvæmilega komu inn á lagalistann lög úr Árshátíðarstykkinu okkar - Dýrin í Hálsaskógi sem sýnt verður þann 24. apríl. Þetta verður nánar auglýst síðar en við hvetjum ykkur til að taka seinnipartinn frá.


Leikrit þetta er öllum kunnugt en nú er það Bæring Jón okkar sem leikstýrir nemendum. Björg Kristín Björgvinsdóttir sér um búningahönnun, en starfsmenn allir og nemendur hafa lagt mikla vinnu í undirbúning.

Við hlökkum til að deila afrakstrinum með ykkur. Í milli tíðinni getið þið litið á þetta myndband sem örlitla "kitlu"
Njótið vel

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR