10. apríl 2024

Upplestrarkeppnin 2024

Markmið upplestrarkeppninnar er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Hápunktur hennar er að vori þegar hver skóli sendir fulltrúa í lokakeppni í hverju héraði, að þessu sinni verður keppnin haldin á Hellu þann 30. Apríl þar sem keppendur koma úr skólum úr Rangárvallasýslu, V – Skaftafellssýslu og Vestmannaeyjum.
Í dag var haldin hér í Laugalandsskóla forkeppni fyrir stóru upplestrarkeppnina. Nemendur lásu texta og ljóð og stóðu sig öll afar vel vel.
Úrslit forkeppninnar voru eftirfarnandi.
Aðalmenn: Guðný Lilja Pálmadóttir og Hákon Þór Kristinnsson
Varamaður: Þorgeir Óli Eiríksson

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR