28. maí 2024

Brons til okkar!

Árangur okkar í skólahreysti hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum, Margrét Ólafsdóttir hefur náð að kalla fram hjá þessum krökkum óbilandi keppnisskap og þrautseigju. Þau sýndu það og sönnuðu að þau geta allt sem þau ætla sér.

Við höfum ekki keppt oft í skólahreysti en sýndum það og sönnuðum hvað við getum, fyrsta skipti í úrslit og náðum að krækja okkur í 3. sætið hvorki meira né minna.
Það var gaman að sjá að Helluskóli keppti líka í úrslitum og maður veltir hreinlega fyrir sér hvað sé í vatninu hjá okkur hér í Rangárþingi Ytra.

Til hamingju enn og aftur með 3. sætið elsku keppendur – við erum stolt af ykkur!

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR