17. maí 2024

Kappsmál í 10. bekk

Í sjónvarpsþættinum Kappsmáli, í umsjón Bjargar Magnúsdóttur Braga Valdimars Skúlasonar, keppa þátttakendur í ýmsum þrautum sem reyna sérstaklega á íslenskukunnáttu. Krakkarnir í 10. bekk hafa horft á þessa þætti í íslensku og ákveðið var að efna til alvöru keppni innan 10. bekkjar í anda þessa þáttar. Nemendum var skipt í tveggja manna lið og áttu þeir að byrja á að finna nafn á liðið sitt, myndað með stöfum úr nöfnum liðsmanna. Síðan hófst keppnin, sem hefur staðið yfir alla vorönnina. Tvö lið kepptu hverju sinni og sigurliðið hélt áfram í næsta riðil. Eftir tvo riðla stóðu liðin Monthani, skipuð Antoni Óskari og Thelmu Lind, og Rangt heiti, skipuð Grétari Steini og Sveini Bjarka.
Í dag 16. maí kepptu þessi tvö lið í úrslitakeppni. Af því tilefni var öllum skólanum boðið að horfa á.
Nemendur höfðu útbúið spjöld sem þeir veifðu til að styðja liðin sín. Það voru þeir Grétar Steinn og Sveinn Bjarki sem báru sigur úr bítum. Hún Fjóla Blandon á heiðurinn af þessari keppni, þetta er metnaðarfullt og skemmtilegt verkefni sem vekur áhuga hjá öllum nemendum og er vonandi komið til að vera.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR