16. maí 2024

LuftGitarKeppni

Það gengur á ýmsu hér í skólanum! Nokkrir drengir skoruðu á kennara í lúftgítarkeppni sem haldin var í dag og voru nemendur skólans í dómarasæti. Bæring Jón sá um að kynna keppendur til leiks en það voru þau Einar, Ragna, Sóley, Erla Berglind og Helga Sunna sem kepptu á móti þeim Degi, Sveini, Steindóri, Antoni og Grétari. Búið var að velja 5 lagabúta sem keppendur áttu nota til að sýna listir sínar og það gerðu þeir svo sannarlega, það var varla hægt að sjá að um áhugafólk væri að ræða. Metnaðurinn var svo mikill að það lá við slysi í eitt skiptið. Allt fór þetta samt fram í mesta bróðerni og verður vonandi að föstum lið hjá okkur.
Myndirnar sýna betur hvað það gekk mikið á, þetta var líklega einn af skemmtilegri matartímum í sögu skólans.
Það voru nemendur sem unnu heiðurinn að þessu sinni að það er alls ekki víst að það gerist oftar.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR