7. maí 2024

Málsháttarverkefni 2. og 3. bekkjar

Nemendur í 2.-3. bekk hafa verið að vinna að mjög skemmtilegu verkefni tengdu málsháttum. Þá söfnuðu þau saman málsháttum sem þau fengu úr páskaeggjum og hengdu upp á vegg. Bekknum var svo skipt í 4 hópa þar sem hver hópur valdi sér 2 málshætti úr safninu. Þá gerðu þau bæði veggspjald og leikþátt til að útskýra málshættina sem þau völdu sér. Það er virkilega gaman að sjá útfærsluna hjá þeim en þau eiga allan heiður að hugmyndavinnu og framkvæmd við verkefnið, bæði veggspjöld og leikþætti. Það er svo sannarlega ekki auðvelt að útskýra málshætti með stuttum leikþætti og því eiga þau mikið hrós skilið fyrir sína vinnu 🙂

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR