8. maí 2024

Nýtt borðtennisborð

Á dögunum fengum við að gjöf frá einum af velunnurum skólans þetta fína borðtennisborð. Viðkomandi kýs að koma ekki fram undir nafni en við kunnum honum bestu þakkir fyrir. Þetta er mikið notað og kemur til með að styðja við leikni þeirra nemenda sem æfa nú þegar borðtennis með Garpi, auk þess að kveikja áhugann hjá þeim sem enn hafa ekki uppgötvað gleðina á bak við borðtennis. Það var annars virkilega gaman að sjá árangur Garpsmanna í ný afstöðnu HSK móti í borðtennis og ljóst er að framtíðin er björt. Við hvetjum fólk til að fylgjast með íþróttastarfi Garps á fésbókarsíðu þeirra. 

https://www.facebook.com/itrottafelagidgarpurLaugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR