16. maí 2024

Sauðburður

2. og 3. bekkur fóru í gær í fjárhúsaheimsókn í Þjóðólfshaga II. Þau voru svo heppin að fá að sjá þrjú lömb koma í heiminn en mikill spenningur var að fá að aðstoða við burðinn. Eins voru allir mjög hamingjusamir að fá að knúsa öll lömbin.

Takk fyrir okkur Halla og Stebbi í Þjóðólfshaga

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR