23. maí 2024

Það er svo sannarlega kominn vorhugur í fólk

Krakkarnir eru dugleg að fara út á milli anna og hreyfa sig aðeins í veðurblíðunni, hér að neðan má sjá nokkrar myndir og myndbrot sem voru teknar í gær þegar 10.bekkur fór út í gömlu góðu leikina sem endaði svo með því að allt yngsta stig bættist í hópinn í frímínútum og allir léku saman.
Nafnlaus velunnari skólans var svo rausnalegur að hann gaf skólanum ný net í mörkin okkar og það er óhætt að segja að það hafi vakið gleði enda er völlurinn mikið notaður.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR