23. maí 2024

Vorferð miðstigs

Miðvikudaginn, 22. maí  fór miðstig Laugalandsskóla í vel heppnaða vorferð. Við lögðum af stað strax um morguninn og stefndum á Þingvöll. Þar tók Torfi þjóðgarðsvörður á móti okkur og sýndi okkur sitthvað merkilegt, bæði varðandi sögu staðarins og jarðfræðina. Hann var duglegur að setja nemendur okkar í hlutverk landnámsmanna þar sem hver vóg annan þar til fáir voru eftir. Einnig skipti hann hópnum í tvennt og var farið í reipitog þar sem annar helmingur var Evrasíuflekinn og hinn Ameríkuflekinn. Við skoðuðum m.a. Almannagjá, Lögberg og Flosagjá (peningagjá).
Eftir að við skildum við hann þá unnu krakkarnir tvö verkefni, annað snérist um að setja í leikrit kristnitökuna árið 1000 og hitt um að búa til frétt um Drekkingarhyl.Við áttum skemmtilega hádegisstund þar sem við grilluðum pylsur og allir voru duglegir að leika með dótið sem þeir komu með.
Næst gengum við að Öxarárfossi, lékum okkur lítið eitt og héldum svo „stofukeppni“ þar sem keppt var um hvor hópurinn gat sungið hærra hið rammíslenska lag „Öxar við ána“.
Ferðinni var að lokum heitið á Borg í Grímsnesi þar sem við skemmtum okkur í sundi.
Allir voru glaðir en dálítið þreyttir þegar við loks komum heim á Laugaland um kl. 16:30

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR