22. maí 2024

Vorferð yngsta stigs

Nemendur á yngsta stigi lögðu land undir fót í gær og fóru með rútu austur undir Eyjafjöll. Þar var fyrsta stopp á Skógasafni þar sem börnin fengu fræðslu um gamla tímann. Eftir það lá leið þeirra í Gamla Fjósið þar sem tekið var vel á móti þeim og þeim boðið upp á grillaðar pylsur og Skúffuköku. Síðan var farið að Ásólfsskála þar sem þau fengu höfðinglegar móttökur og skoðuðu fjósið, gengu inn í gilið, skoðuðu forláta bílasafn og gæddu sér svo á pönnukökum. Dásemdardagur með flottum krökkum. Virkilega vel heppnuð ferð og við þökkum gestgjöfum okkar kærlega fyrir að taka svona vel á móti okkur.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR