4. júní 2024

Helga Fjóla kvödd

Hún Helga Fjóla okkar hverfur nú frá sem matráður, þar sem hún ætlar sér að fara að njóta efri áranna. Hún var því kölluð upp á svið seinasta skóladaginn og fékk fallegt kort sem hún Hafrún Ísleifsdóttir teiknaði og hver og einn nemandi og starfsmaður skrifaði í. Hún uppskar mikið lófaklapp og það er ljóst að hennar verður saknað enda hefur hún framreitt góðan mat ofan í okkur í fjöldamörg ár. Við óskum henni góðs gengis í komandi ævintýrum.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR