9. ágúst 2024

Skólabyrjun

Nú styttist í að Laugalandsskóli verður settur, kennarar sinna endurmenntun af ýmsu tagi um þessar mundir og koma til starfa þann 15. ágúst en skóli verður settur þann 22. ágúst kl 17:30. Það er spennandi skólaár fram undan og við erum full tilhlökkunar að takast á við verkefni vetrarins.
Í dag flöggum við í Laugalandsskóla í tilefni Hinsegin daga og tökum undir einkunnarorð þeirra þetta árið.
Stolt er styrkur!

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR