28. ágúst, 2024

Skólasetning Laugalandsskóla

Við erum vel á veg komin inn í fyrstu viku skólans. Skólastjóri setti skólann seinnipart síðastliðinn fimmtudag í íþróttahúsinu. Nemendur fóru síðan með umsjónakennurum í sínar bekkjarstofur þar sem þau kynntust kennurum og uppröðun í skólastofu.
Á meðan hlýddu foreldrar/forráðamanna á kynningu Félags – og skólaþjónustu um farsæld barna, að henni lokinni sameinuðust þeir svo með sínum börnum í bekkjarstofum. Starfið fer vel af stað og nýju leiktækin á skólalóðinni okkar eru að koma vel út og eru vinsæl meðal barnanna. Sama má segja um þær breytingar sem gerðar hafa verið á húsnæði og stundatöflum, þær gefa góða raun og virðumst við ná að nýta öll rými vel.
Við viljum að lokum vekja athygli á því að foreldrarfélög leik og grunnskólans standa fyrir mjög áhugaverðum fyrirlestri miðvikudaginn 4. september og við hvetjum alla foreldra/forráðamanna til að fjölmenna. Efnistök fyrirlestrarins taka á uppeldi og hegðun og komið verður inn á góðar leiðir til að vinna með tilfinningafærni og þrautsegju barnanna. Þetta er eitthvað sem allir foreldrar/forráðamenn græða á og því væri gott að sjá amk einn frá hverju heimili.


Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR