6. september 2024

Breytingar á mötuneyti

Í vor lét Helga Fjóla Guðnadóttir af starfi sem matráður eftir að hafa sinnt því starfi af alúð og kostgæfni í X ár. Við þökkum Helgu Fjólu kærlega fyrir samstarfið og góða matinn og óskum henni velfarnaðar í því sem hún tekur sér fyrir í framtíðinni.
Í haust tók við nýr matráður, Bjarni Haukur Guðnason. Hann kemur inn í starfið með trompi og hefur þegar heillað starfsmenn og nemendur upp úr skónum með bragðgóðum og fjölbreytilegum mat. Karen Kristjánsdóttir er honum til halds og trausts og ljóst er að matseldin er í afar góðum höndum. Matseðil vikunnar má finna hér á heimasíðunni en til stendur að birta mánaðarlegan matseðil í vetur.

Sú breyting hefur orðið á fyrirkomulaginu í matsalnum að nú er tvískiptur matartími. Nemendur í 1. – 7. bekk mæta í mat kl. 11:30 en nemendur í 8. – 10. bekk mæta kl. 11:50. Er þetta gert til að stytta biðtíma nemenda í hádeginu svo tíminn nýtist frekar í að njóta matarins og félagsskapsins heldur en að bíða eftir sínum skammti. Þetta eru spennandi umbreytingar í matsalnum sem við í Laugalandsskóla höfum fulla trú á að geri gott mót. Gjörið svo vel og verði ykkur að góðu að sjá þessar myndir hér að neðan sem sýna brot af því sem boðið hefur verið upp á.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR