5. september, 2024

Foreldrafélag Laugalandsskóla

Við státum af góðu og sterku foreldrafélagi sem vinnur þétt og vel með skólanum og nemendum hans og fyrir það erum við þakklát. Það – ásamt foreldrafélagi Leikskólans á Laugalandi stóð fyrir frábærum fyrirlestri í gærkveldi sem nefndist Hvað liggur á bak við erfiða hegðun með henni Aðalheiði sem stendur á bak við Ég er UNIK , það voru á milli 40 og 50 manns sem mættu á fyrirlesturinn og er það bara frábært og gefur til kynna að foreldrar láti sig starfið varða. Því er vert að minna á að nú stendur stendur til að halda aðalfund Foreldrafélags Laugalandsskóla miðvikudaginn 11.september, kl. 19.30 í matsal skólans. Við vonum að það verði vel mætt á þann fund og vakin er athygli á því að 3 aðalmenn ganga úr stjórn og kjósa þarf nýja í þeirra stað. Léttar veitingar verða í boði foreldrafélagsins.

Í félaginu eru allir foreldrar sem eiga börn í skólanum. Hlutverk foreldrafélags er að styðja við skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimilis og skóla. Hlutverk stjórnar er að skipuleggja viðburði á vegum félagsins og vera tengiliður foreldra við skólann. Undir flipanum foreldrar hér á síðunni má lesa sér betur til um starfsemina.
Athugið að foreldrafélagið er með facebooksíðu sem heitir sama nafnog við hvetjum alla foreldra til að fylgjast vel með þar

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR