Laugalandsskóli er að innleiða uppeldisstefnu er nefnist Jákvæður agi. Innleiðingarferlið tekur rúmlega 2 ár og er áætlað að ferlið verði u.þ.b. hálfnað við lol skólaárs 2024.
Okkur langar að gefa ykkur innsýn inn í þetta innleiðingarferli með reglulegum fréttaskotum á heimasíðunni.
Liður í að innleiða Jákvæðan aga í bekkjarstofuna er það að úthluta öllum nemendum hlutverk. Það vilja allir tilheyra og skipta máli og þetta er góð leið til að gefa færi á því. Börnin skiptast á að sinna þessum hlutverkum og læra þannig mismunandi störf til að bekkjarstarfið gangi sem best. Með þessu læra þau að bera ábyrgð og sýna samkend. Foreldrar geta hæglega rætt hlutverk heimilisins í þessu samhengi – allir þurfa jú að hjálpast að.
Eitt af haustverkum kennara er að setjast niður með nemendum sínum og hugarstorma um þau hlutverk sem þarf að sinna.
Bekkjarsáttmáli er einnig eitt af því sem við byrjum að vinna með nemendum okkar, hvaða hegðun viljum við sjá í bekkjarstofunni. Þetta verða svo einskonar gildi sem við reynum að tileinka okkur.
Hér að neðan má sjá bekkjarsáttmála og hlutverk hjá nemendum í 1.-2. bekk, 3.-4. bekk og 9. og 10. bekk.
Fylgist með hér þessum fréttaskotum sem vonandi geta reynst fræðandi fyrir heimilin líka.
Hér má sjá hlutverk í 3.-4. bekk ásamt þessum fína bekkjarsáttmála
Hér má svo sjá hvernig þetta er sett fram á unglinga stigi – afrakstur vinnu í 9. – 10. bekk