24. september, 2024

Kennaraþing og endurmenntun starfsmanna

Fimmtudaginn 26. september verður skertur dagur í skólanum, og föstudaginn 27. september verður engin kennsla.

Tilefnið er endurmenntun kennara og starfsfólks sem fer fram þessa daga.Á fimmtudeginum sækja kennarar setningu haustþings og aðalfund Kennarafélags Suðurlands. Á föstudeginum verða svo vinnustofur og kynning á vel heppnuðum skólaverkefnum frá ýmsum kennurum. Gefst kennurum Laugalandsskóla því tækifæri til að spjalla um menntamál við kollega sína á Suðurlandi sem og stunda lögbundna endurmenntun.

Aðrir starfsmenn fá ásamt öllum starfsmönnum í leik- og grunnskóla á þjónustusvæði Rangárvalla- og vestur Skaftafellssýslu fræðlu og námskeið. Það er Skólaþjónustan okkar sem stendur fyrir þessum degi og verður þessi viðburður haldinn í Laugalandsskóla föstudaginn 27.sept.
Það eru sum sé ekki bara nemendur sem eru að bæta við þekkingu sína í Laugalandsskóla – Máltækið – “Svo lengi lærir sem lifir” á vel því vel við.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR