Nemendaráð Laugalandsskóla situr ekki auðum höndum og hefur unnið að uppfærðum lögum og starfsreglum fyrir ráðið. Formaður nemendaráðs, Elísabet Líf Sigvaldadóttir, kynnti nýjar reglur fyrir skólastjóra Laugalandsskóla og voru þessar reglur undirritaðar í vikunni.
Hér má nálgast upplýsingar um nemendaráðið okkar.
Fyrsti viðburður á vegum nemendaráðs verður svo kölluð nýnemavísla sem haldin verður þann 24. september. Þá verða nemendur í 8. bekk formlega vígðir inn á elsta stig. Virðing og nærgætni verður höfð að leiðarljósi svo öruggt sé að allir skemmti sér vel!
Hér má skoða nýju lögin.