Útikennsla í Laugalandsskóla
Í vetur hefur nemendum á miðstigi verið boðið upp á útikennslu. Þar hefur verið lögð áhersla á að læra um skóginn sem við höfum hér umhverfis skólann okkar. Unnin hafa verið verkefni upp úr ferskum skógarnytjum – meðal annars með því að vinna tálguverkefni úti í náttúrunni auk þess sem nemendur fá fræðslu í skógarhirðu, plöntun, tröppu- og göngustígagerð. Markmiðið er að nýta skóginn okkar sem allra best í skólastarfinu og kenna krökkunum að hlúa að honum og grisja svo honum líði sem best. Nú langar okkur að leita til nærsamfélagsins með aðstoð við söfnun á verkfærum eða öðru sem nýta má í þessa tíma. Það sem okkur vantar meðal annars eru:
· Stunguskóflur
· Gaflar
· Malarskóflur
· Kantskera
· Sköfur
· Hrífur
· Járnkarl
· Sleggja
· Hjólbörur
· Trjáklippur
· Sverðsög og keðjusög . . .
Ef einhverjir sitja á ónotuðum verkfærum sem safna ryki og taka pláss þá yrðum við afskaplega glöð að gefa þeim nýtt líf hér við skólann.
Eins væri gaman ef einhverjir liggja á efniviði eins og trjádrumbum eða öðru sem gæti nýst í að útbúa sæti, skjól eða hús þá erum við með stór og mikil markmið um að búa okkur til aðstöðu sem getur nýst okkur sem fjölbreytt og skemmtilegt útikennslusvæði.
Með fyrir fram þökk um góð viðbrögð
Marta og Bæring
Hér að neðan eru nokkrar myndir frá þessum skemmtilegu kennslustundum. Fleiri myndir má nálgast hér.