23. september 2024

Utís online

Stór hluti starfsfólks Laugalandsskóla sótti Utis online nú um helgina.
Utís online er menntaviðburður á netinu sem fór fram dagana 20. – 21. september 2024. Viðburðurinn er hugsaður fyrir kennara, stjórnendur og starfsmenn á öllum skólastigum. Á þessum viðburði gefst fólki tækifæri til að ræða við kollega um land allt, læra saman og fá nýjar hugmyndir sem munu nýtast í starfi. Í boði eru fjölbreyttir fyrirlestrar, allir textaðir á íslensku. Þetta árið voru fyrirlestrar m.a.um kulnun, hugsandi kennslurými, gervigreind, námsmat, leiklist og hvað góðir kennarar gera öðruvísi svo eitthvað sé nefnt. Það er mikið lagt upp úr ígrundun og samtali og því er gaman að kennarahópar taki þátt í þessu saman.

Einn af hápunkti viðburðarins kallast Ferðalag um íslenst skólakerfi og það er gaman að segja frá því að þar áttum við í Laugalandsskóla fulltrúa sem við erum afar stolt af – þau Bæring og Steinunni með fræðsluna sína um samskipti kynjanna, Áhugasamir geta séð myndbandið hér

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR