5. september 2024

Veiðivatnaferð 9. bekkjar 2024

Þann 4. september fór 9. bekkur í Veiðivötn ásamt Bæring Jóni Guðmundssyni. Sverrir skólabílstjóri keyrði hópinn eins og hann hefur gert í fjölda ára. Veður var blautt sem er afar viðeigandi fyrir ferð af þessu tagi.

Þegar í Vötnin var komið fengu þau góðar móttökur að vanda hjá Biddu og Rúnari sem sýndu þeim svæðið og sögðu þeim sögur. Eftir það var farið að veiða ! Það gekk nú vægast sagt illa og ekki þurfti að eyða miklum tíma í að verka afla áður en haldið var heim á leið. Sverrir skólabílstjóri fann hins vegar þessa forlátu númeraplötu sem mætti teljast með sem eini fengur ferðarinnar.

Veiðivatnaferð 9. bekkjar er fastur liður í skólastarfi Laugalandsskóla en um leið stór þáttur í menningu sveitarinnar. Í þessari ferð fá nemendur að fræðast um og kynnast betur landinu okkar sem og spreyta sig á veiðimennsku og fiskverkun. Með þessari ferð fæst mikil fræðsla og reynsla sem nýtist vonandi í framtíðinni.

Fleiri myndir úr þessari skemmtilegu ferð má finna hér.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR