9. október, 2024

Frí- og tómstundastarf

Nemendur í grunnskóla eiga að hafa kost á að taka þátt í tómstunda- og félagsstarfi og getur slíkt verið liður í daglegu starfi skólans eða utan venjulegs skólatíma.

Hér á heimasíðunni höfum við tekið saman helstu frístundastörf sem standa nemendum okkar til boða en ber þar að nefna:

  • Dagskóla fyrir nemendur í 1. – 4. bekk
  • Íþróttaæfingar á vegum Garps og KFR
  • Félagsmiðstöðina Hellirinn fyrir nemendur í 5. – 10. bekk

Vert er að geta þess að Rangátrþing Ytra veitir frístundastyrk með það að markmiði að öll börn í Rangárþingi ytra, 6-16 ára (á árinu), geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum.

Endilega kynnið ykkur þetta hér

Nú er https://www.sudurlif.is/is komin í loftið og ætlunin að þar verði að finna allar upplýsingar um íþrótta og frístundastarf.

Þetta er verk í vinnslu og tekur tíma að setja allt inn en vonandi verður það komið í kringum næstu mánaðamót.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR