16. október, 2024

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Laugalandsskóli tók þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ mánudaginn 7. október og hlupu nemendur 2,5 km metra hring í nágrenninu. Nemendur gátu valið um að fara þennan hring einu til fjórum sinnum, sem gera þá 2,5 – 10 km. Allir fóru einn hring og þó nokkrir völdu að fara lengri vegalengdirnar og hlupu jafnvel í 80 mínútur samfellt. Þessir nemendur okkar eru sýnilega fílhraustir.

Fylgja hér nokkrar myndir af þessum fallega degi sem Örvar Elí Pierreson, 9. bekk, tók. Fleiri myndir má nálgast hér.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR