Laugalandsskóli tók þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ mánudaginn 7. október og hlupu nemendur 2,5 km metra hring í nágrenninu. Nemendur gátu valið um að fara þennan hring einu til fjórum sinnum, sem gera þá 2,5 – 10 km. Allir fóru einn hring og þó nokkrir völdu að fara lengri vegalengdirnar og hlupu jafnvel í 80 mínútur samfellt. Þessir nemendur okkar eru sýnilega fílhraustir.
Fylgja hér nokkrar myndir af þessum fallega degi sem Örvar Elí Pierreson, 9. bekk, tók. Fleiri myndir má nálgast hér.