1. október 2024

Nýnemavígsla

Þriðjudaginn 24. september stóð nemendaráðið fyrir nýnemavígslu. Þar vígði 10. bekkur nemendur í 8. bekk inn á unglingastig með hátíðlegri athöfn. Að henni lokinni var haldið heljarinnar danspartý. Þetta var heljarinnar stuð og gefur nývígðum unglingunum góða mynd af því sem er í vændum á viðburðum nemendaráðs. Við viljum ekki uppljóstra of miklu en hér eru nokkrar myndir sem sýna hvernig stemmningin var.

Myndir ÖEP

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR