2. október 2024

Sundkennsla

Sú nýbreytni var tekin upp í haust að nemendur Laugalandsskóla fá nú í allan vetur eina 40 mínútna kennslustund í sundi á viku. Áður hafði sundið verið kennt í lotum á móti íþróttatímum, sund kennt haust og vor og íþróttir yfir háveturinn. Sund- og íþróttatímar voru þá ýmist 80 mín. eða 40 mín. kennslustundir.
Þetta nýja fyrirkomulag fer mjög vel af stað, tíminn nýtist vel og virkni nemenda góð. Í sundtímunum er farið í tækni í öllum greinum sundsins, stig af stigi, allt eftir aldri og þroska nemenda. Þol- og hraðaæfingar eru líka teknar fyrir og markvissir leikir eru oft á dagskrá enda eru þeir kjörnir til að efla alla vatnsaðlögun, samvinnu, þor og áræði nemenda. Gleði og vinnusemi hafa, það sem af er hausti, einkennt sundtímana.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR